27.11.2011 | 16:16
Hvenær fáum við stjórn sem stýrir landinu?
Hvernig er hægt að sitja í ríkisstjórn þar sem ráðherrar bera vantraust til annara ráðherra í stjórninni? Ef til vill þarf að breya stjórnskipulagi Íslands? Hér höfum við ráðherrastjórn þar sem hver ráðherra er einræðisherra á sínu sviði. Í nágrannalöndum okkar eru ekki ráðherrar heldur ráðmenn, ekki aðeins til að ráða heldur ráðleggja. Í þau 45 ár sem ég hef átt heimili í nágrannalöndum okkar og fylgst með í fjölmiðlum þar hef ég litið á "Minister" sem þjóna þjóðarinnar sem skoða, skipuleggja og leggja ráð sín fram fyrir stjórnina í heild. Ef stjórnin samþykkir, ef til vill með ýmsum breytingartillögum, þá er "ráðherranum" falið að koma málinu til lyktar. Þá kvarta aðrir "ráðherrrar" ekki yfir ákvörðunum annars "ráðherra" heldur vinnur stjórnin sem heild, enda þótt um samssteypustjórn sé að ræða, eins og það oftast nær er í Európu.
Hvenær fáum við ríkisstjórn sem stýrir högum Íslands, en þurfum að þola forsætisráðherra sem kvartar yfir gjörðum ráðherra sinna í fjölmiðlum landsins?
Þetta er ekki stjórnarfrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jóhann M Þorvaldsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef Forsætisráðherra hefur ekki stjórn á ráðherraliði sínu þá á Forsætisráðherra að gera breytingar á því og ef Forsætisráðherran getur ekki komið þeim breytingum fram á hann að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 18:44
Er þetta ekki einmitt höfuðverkur sem hrjáð hefur allar vinstri stjórnir á Íslandi frá líðveldisstofnun? Sundrungin algjör og hver höndin upp á móti annari.
Sammála þér Kristján B.
Viðar Friðgeirsson, 27.11.2011 kl. 23:31
Þegar stjórn hangir á jafn tæpum meirihluta og nú er ekki hægt að tala um að tala um eitt "swing vote".
Raunin er sú að allir telja sig vera "swing vote" og reyna því að keyra fram sinn eginn galna vilja.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.